Erlent

Sjúkrahús brann

Eldur kviknaði í sjúkrahúsi í Nasiriyah, suðurhluta Íraks í gær með þeim afleiðingum að 14 manns eru taldir af og 75 slösuðust. Talið er að kviknað hafi í vegna rafmagnsbilunar, en enn er verið að rannsaka eldsupptök. Ítalskir hermenn voru kallaðir á staðinn til að slökkva eldinn, og tók slökkvistarf um fjóra tíma. Stærstur hluti byggingarinnar er ónýtur. Um 3000 ítalskir hermenn eru staddir í Nasiriyah.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×