Erlent

Segja Bush táknmynd djöfulsins

Pílagrímar í Mena í Sádi-Arabíu köstuðu í gær steinum í tákn djöfulsins, en það er hluti af pílagrímsför múslíma til helgu borgarinnar Mekka. Í viðtölum við fréttamenn sögðust margir pílagrímanna sjá George Bush Bandaríkjaforseta fyrir sér sem táknmynd skrattans. Oft hefur komið til mikils troðnings í Mena við þetta tækifæri. Í fyrra tróðust til að mynda 250 manns þar undir en í ár virðist sem hertar öryggisráðstafanir hafi komið í veg fyrir að það endurtæki sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×