Erlent

Eins saknað

Hjálparstarfsmenn í austurrísku Ölpunum héldu áfram leit sinni í gær að bandarískum snjóbrettamanni sem hefur verið saknað síðan snjóflóð féll á St. Anton-svæðið á laugardaginn. Að minnsta kosti þrír létust í snjóflóðinu en allir voru þeir að renna sér utan leiðar í nýföllnum snjó en yfirvöld í Austurríki vilja vara við því athæfi. Ekki er talið að Bandaríkjamaðurinn sé á lífi en snjóflóðið var á stærð við þrjá fótboltavelli. Annað, jafnvel stærra snjóflóð féll seinna á laugardaginn og varð einum Þjóðverja að bana og slasaði tvo alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×