Erlent

Fjórir létust í þyrluslysi

Flugmaður og þrír áhafnarmeðlimir létust þegar einkaþyrla hrapaði í Vestur-Englandi á laugardaginn. Tilkynnt var um hvarf þyrlunnar á laugardagseftirmiðdegi þegar hún lenti ekki í Exeter í Suðvestur Englandi eins og búist var við. Lögreglumenn fundu þyrluna og þá látnu nálægt Wellington snemma í gærmorgun. Einn áhafnarmeðlimanna var fimmtán ára strákur en hin þrjú fórnarlömbin voru karlmenn og voru þeir allir frá Gloucestershire. Enn er verið að rannsaka tildrög slyssins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×