Erlent

Bjargað eftir 25 daga

Björgunarmenn fundu fyrr í vikunni mann á lífi á einni af af eyjunum í Andaman- og Níkóbareyjaklasanum sem urðu illa úti í flóðbylgjunni á annan dag jóla. Maðurinn, sem tilheyrir nikóbarískum ættbálki, hafði verið á lítilli eyju sem nefnist Pillow Panja í 25 daga þegar björgunarmenn sáu hann veifa fána sem hann hafði búið til úr fötunum sínum. Maðurinn segist hafa sogast út með fyrstu öldunni sem riðið hafi yfir eyjuna en skolað aftur á land með næstu stóru öldu. Þegar hann hafi loks komist í þorpið sitt hafi enginn verið þar. Maðurinn komst hins vegar ekki af eyjunni og lifði á kókoshnetum í 25 daga, eða þar til björgunarmennirnir fundu hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×