Fleiri fréttir

Danir kærðir fyrir misþyrmingar

Fimm danskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að misþyrma íröskum föngum sem haldið var í herbúðum nærri Basra í fyrra. Hæst setti hermaðurinn, höfuðsmaður, sætir fjórum ákærum fyrir vanrækslu við störf.

Aldrei fleiri pílagrímar

Fleiri pílagrímar sækja hajj, trúarhátíð múslima, heim í ár en nokkru sinni fyrr. Meira en tvær og hálf milljón pílagríma var komin til Sádi-Arabíu í gær á Eid al-Adha, hátíð fórnarinnar, sem er mikilvægasti helgidagur múslima.

Dani í haldi Ísraela

Dönskum ríkisborgara, sem grunaður er um tengsl við líbanska Hezbollahskæruliða, er haldið í fangelsi af ísraelskum yfirvöldum. Maðurinn var handtekinn 6. janúar en ekki var upplýst um handtöku hans fyrr en á fimmtudag og hefur það vakið reiði danskra yfirvalda.

Bresk börn í mestum efnum

Bresk börn og unglingar eru allra evrópskra barna duglegust við að nauða í foreldrum sínum um peninga. Þetta kemur fram í úttekt Datamonitor á því hversu mikið fé íbúar Evrópuríkja láta börn sín hafa.

Lítið umburðarlyndi trúarskóla

Einkareknir íslamskir skólar eru skárri í að kenna börnum umburðarlyndi en einkareknir kristnir skólar. Þetta er niðurstaða breskrar stofnunar sem hefur eftirlit með menntun í Bretlandi.

Glæsifley reynist vandræðadalllur

Eitt mesta glæsifley heims er vandræðadallur. Aurora nefnist flaggskip P&O-skemmtiskipakeðjunnar. Fyrir hálfum mánuði lagði skipið af stað í hundrað daga rándýra ferð um heiminn en komst ekki nema út á Ermarsund þar sem vélarnar gáfu sig. Eftir margra daga pínlega bið úti á hafi voru farþegarnir færðir í land í gær.

Hyggst færa heiminum frelsi

Maðurinn, sem gárungar sögðu forseta fyrir slysni, verður forseti Bandaríkjanna í fjögur ár í viðbót og nú með miklum meirihluta atkvæða. George Bush ætlar að færa heimsbyggðinni frelsi og segir það tryggja öryggi Bandaríkjanna.

Segir afstöðu ráðast af fordómum

Írak og Íran eru þau ríki sem eru efst á verkefnalista George Bush í utanríkismálum. Víða á Vesturlöndum eru þessi lönd álitin vandamál. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, hefur ritað nýja bók þar sem hann fjallar um sögu þessara ríkja, menningu þeirra og trúarbrögð. Hann segir afstöðu Vesturlanda ráðast meira af innanríkispólitík og fordómum en nokkru öðru.

Höfuðblæjur má banna

Hæstiréttur Danmerkur komst að þeirri niðurstöðu að stórmarkaðurin Føtex mátti banna íslömskum konum að bera höfuðblæju í vinnunni og reka 26 ára konu sem neitaði að taka blæjuna niður.

Vinna fyrir hjálpargögnum

Fórnarlömb hamfaranna í Asíu eru nú látin vinna fyrir hjálpargögnunum sem dreift er þar sem sérfræðingar hjálparstofnana óttast að öðrum kosti verði hundruð þúsunda háð gjöfum. Neyðarhjálp er nú víða lokið og uppbygging tekin við.

Sjálfsmorðsárás í Afganistan

Tveir slösuðust í sjálfsmorðsárás utan við mosku í norðurhluta Afganistans í morgun. Afganskur yfirhershöfðingi sem var við bænir inni í moskunni slapp ómeiddur en talið er að tilræðið hafi beinst gegn honum.

Viðvörun frá FBI

Bandaríska alríkislögreglan hefur hefur sent út leitarviðvörun vegna fjögurra Kínverja sem hugsanlega eiga aðild að hryðjuverkasamtökum og gætu verið á leiðinni til Boston. Alríkislögreglunni barst símhringing frá ónafngreindum aðila í gær þar sem varað var við Kínverjunum sem ekki hafa komið áður við sögu lögreglu í Bandaríkjunum.

Geysileg öryggisgæsla í Washington

Sex þúsund lögreglumenn og 2500 hundruð hermenn verða í viðbragðsstöðu vegna embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta sem fram fer í Washington í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna er svarinn í embætti eftir hryðjuverkin þann 11. september árið 2001 og tekur öryggisgæslan mið af því.

Lokaáfrýjun Janúkovítsj hafnað

Hæstiréttur Úkraínu staðfesti í gærkvöldi að Viktor Júsjenkó hefði sigrað forsetakosningarnar í Úkraínu sem haldnar voru á annan í jólum. Lokaáfrýjun Viktors Janúkovítsj var hafnað og eru honum því endanlega allar bjargir bannaðar. Fastlega er reiknað með því að Júsjenkó sverji embættiseið um helgina.

38 merkur við fæðingu

Drengur sem vó þrjátíu og átta merkur við fæðingu fæddist í Brasilíu í gær. Ademilton Dos Santos er stærsta barn sem fæðst hefur í Brasilíu og er stærð hans þegar á við meðalstórt hálfs árs gamalt barn. Það þarf því vart að koma á óvart að hann hefur þegar hlotið viðurnefnið „Risabarnið“.

Skref í friðarátt

Palestínumenn lögðu í dag fyrir Ísraela ítarlega áætlun um hvernig öryggissveitum verði beitt til þess að stöðva árásir á ísraelskar landnemabyggðir á Gasasvæðinu. Háttsettur foringi í öryggissveitum Palestínumanna sagði að þeir væru reiðubúnir að senda sveitirnar inn hvenær sem er; þeir biðu bara eftir viðbrögðum Ísraela við áætluninni.

Rice viðurkennir mistök í Írak

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ríkisstjórn George Bush hefði gert ýmis mistök í Írak. Til dæmis hefði stjórnin ekki búist við að það yrði svona erfitt að koma á stöðugleika í landinu eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli.

Meirihluti 1-7 ára barna fórst

Svo virðist sem meirihluti barna á aldrinum 1-7 ára hafi farist þegar flóðbylgjan skall á Aceh-héraði í Indónesíu á annan í jólum.

Amnesty skorar á Bush

Amnesty International hvetur Bush Bandaríkjaforseta til að binda enda á pyntingar og fara að alþjóðalögum í áskorun sem samtökin hafa sent forsetanum. Þar segir að Bandaríkin brjóti mannréttindi á föngum sem þeir hafa í haldi vegna stríðsins gegn hryðjuverkum.

Landslag á Títan líkt því íslenska

Landslag á Títan, fylgitungli Satúrnusar, er um margt líkt því sem er á Íslandi - nema hvað þar er ekkert líf að finna segja vísindamenn.

Sví tekinn af lífi

Írakskir uppreisnarmenn segjast hafa rænt og tekið af lífi sænskan og breskan ríkisborgara í borginni Beiji í miðhluta Írak. Þeir segja að mennirnir hafi unnið fyrir vantrúaða og því hafi þeir tekið þá af lífi.

786 Svía enn saknað

Sænska lögreglan hefur gert nýjan lista yfir þá sem saknað er eftir hamfarirnar í Suðaustur-Asíu. 786 manns eru á listanum og hefur þeim sem saknað er þannig fækkað um rúmlega eitthundrað. Af þessum eru 400 sem lögreglan hefur ýmis konar upplýsingar um sem hægt er að nota til að bera kennsl á lík þeirra, svo sem DNA-sýni og tannlæknaskýrslur.

Júsjenko heimsækir Rússland

Nýkjörinn forseti Úkraínu, Viktor Júsjenko, ætlar að heimsækja Rússland strax eftir að hafa verið settur inn í embætti á sunnudag. Stjórnvöld í Rússlandi studdu keppinaut hans, Viktor Janúkovítsj, í kosningabaráttunni en Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Júsjenko velkominn.

Guðni hugsaði ekki nógu vítt

Framsóknarmaðurinn Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ræðir á heimasíðu sinni um átökin varðandi Íraksmálið. Þar segir hún að ummæli Guðna Ágústssonar, varaformanns flokksins, um að tveir menn hefðu tekið ákvörðunina um stuðning við Íraksinnrásina beri vott um að hann hafi ekki hugsað nógu vítt og verið að reyna að spila frítt.

Enginn hungurdauði á flóðasvæðum

Enginn þeirra sem lifðu af hamfarirnar við Indlandshaf fyrir tæpum mánuði mun deyja af völdum hungurs, fullyrðir Tony Banbury, yfirmaður matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. "Við munum koma mat til allra þeirra sem þess þarfnast," sagði hann eftir heimsókn í þorp á vesturströnd Indónesíu.

Ráðherra kallar Rice fasista

Ráðherra í Simbabve vísar á bug fullyrðingum Condoleezza Rice, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að Simbabve sé eitt af harðstjórnarríkjum heims. "Við höfum ekki áhyggjur þegar fasistar gera svona athugasemdir," sagði Didymus Mutasa, ráðherra gegn spillingu, í viðtali við BBC.

Fjölga áhlaupum í Írak

Níu voru handteknir og vopn gerð upptæk í áhlaupi bandaríska hersins í írösku borginni Mosul í fyrrinótt. Bandaríski herinn hefur fjölgað áhlaupum til að handtaka andspyrnumenn sem hafa hótað ófriði í væntanlegum kosningum. Stærstu götum Bagdad hefur verið lokað eftir tíðar bílsprengjur undangengna daga.

Skutu dreng til bana

Þrettán ára drengur var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum á Vesturbakkanum í gær eftir að hann beindi leikfangabyssu að þeim.

Zapatero vill frið við ETA

Jose Zapatero, forsætisráðherra Spánar segist munu grípa minnsta tækifæri til að tryggja varanlegan frið í Baskahéruðum Spánar en aðeins með því skilyrði að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, leggi niður vopnin.

Vill aðra rannsókn á Kúrsk

Rússneskur lögfræðingur hefur farið fram á það við Mannréttindadómstól Evrópu að slys kafbátsins Kúrsk, sem fórst árið 2000, verði rannsakað aftur þar sem fyrri rannsókn málsins hafi verið ábótavant. Rússneskir dómstólar höfnuðu því að taka málið upp aftur í desember í fyrra.

Stjórnvöld vissu af listanum

Stjórnvöld vissu þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak, 18. mars 2003, að með því væru Íslendingar komnir á lista yfir hinar 30 staðföstu þjóðir. Framsóknarmenn halda því fram að listinn hafi verið "síðari tíma tilbúningur". </font /></b />

Enn ekki krafist lausnargjalds

Lykilkort hins horfna auðjöfurs í Svíþjóð var í fyrrinótt notað til að komast inn á skrifstofu í fyrirtækinu hans. Enn hafa ekki borist neinar kröfur um lausnargjald.

Bush kvikar hvergi

Helgasta skylda mín er að verja Bandaríkin sagði George Bush þegar hann sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna nú síðdegis. Hann sagðist hvergi mundu kvika við þau skyldustörf.

Da Vinci freskur finnast

Löngu týnd vinnustofa og íbúð lista- og uppfinningamannsins Leonardos da Vincis er fundin í Flórens á Ítalíu. Þar eru meðal annars freskur eftir da Vinci sem enginn vissi að væru til.

ESB hótar lagasetningu

Evrópusambandið vill að matvælafyrirtæki hætti að beina auglýsingum um óhollan mat til barna. Sambandið ætlar að setja lög verði fyrirtækin ekki við kröfum þess. Um 25 prósent barna innan Evrópusambandsins eru of feit. </font /></b />

Bush hét kúguðum aðstoð

"Frelsið sem við njótum í okkar eigin landi veltur æ meira á því hvort frelsið nái fram að ganga í öðrum löndum." sagði George W. Bush í gær þegar hann sór eið sem 43. forseti Bandaríkjanna fyrir framan um hálfa milljón manns á tröppum þinghússins í Washington.

Störfum fækkar mjög í Danmörku

Störfum í Danmörku hefur fækkað um tugþúsundir á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Formenn tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, Anders Fogh Rasmussen fyrir Vinstri flokkinn og Mogens Lykketoft fyrir Jafnaðarmenn, keppast um að lofa svipuðum fjölda nýrra starfa í kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar.

Flóðbylgjuviðvörun í Japan

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á nokkrum eyjum suður af Tókýo, höfuðborg Japans, í kjölfar jarðskjálfta upp á 6,8 á Richter í morgun. Upptök skjálftans voru rétt utan við austurströnd Japans og er búist við að hálfs metra flóðbylgjur fylgi í kjölfarið.

Sprenging við ástralska sendiráðið

Bílsprengja sprakk við ástralska sendiráðið í miðborg Bagdad í morgun. Að minnsta kosti tveir létust í árásinni og sjö særðust en starfsmenn sendiráðsins eru allir heilir á húfi. Tuttugu og sex hafa látist í sprengjutilræðum í Bagdad í morgun.

Grunaður um morð á móður sinni

Sautján ára piltur er í haldi norsku lögreglunnar, grunaður um að hafa myrt móður sína á heimili þeirra í Ósló í gær. Konan var stungin margsinnis með hníf og var sonurinn handtekinn blóðugur á vettvangi.

Flóðbylgjuviðvöruninni aflétt

Flóðbylgjuviðvöruninni sem gefin var út á nokkrum eyjum suður af Tókýo, höfuðborg Japans, í morgun hefur verið aflétt. Viðvörunin var gefin út í kjölfar jarðskjálfta upp á 6,8 á Richter en upptök skjálftans voru rétt utan við austurströnd Japans. Ekki hafa borist neinar fregnir af skemmdum eða mannskaða.

Réttað yfir breskum pynturum

Fyrsta dómsmálið yfir breskum hermönnum sem sakaðir eru um að hafa pyntað írakska fanga stendur nú yfir í Bretlandi. Einn hermannanna hefur játað að hafa gengið í skrokk á einum fanga en neitar öðrum sökum.

Sprengjuhótun við Hvíta húsið

Maður sem er ósáttur við að fá ekki forræði yfir barni sínu hótaði að sprengja sig og bíl sinn í loft upp í næstu götu við Hvíta húsið í gær. Maðurinn sagðist ætla að kveikja í tæpum sextíu lítrum af bensíni ef hann fengi ekki barn sitt. Eftir fjögurra og hálfs tíma þref tókst lögreglu þó að fá manninn ofan af fyrirætlunum sínum.

Yfirmenn norska hersins reknir

Yfirskoðunarmaður norska hersins og yfirmaður flutningadeildar sama hers voru reknir í gærkvöldi í kjölfar þess að komið er í ljós að norski herinn eyddi sem svarar tíu milljörðum íslenskra króna umfram fjárlög.

Hátíð vegna embættistöku Bush

Fjögurra daga hátíðarhöld standa nú yfir í Bandaríkjunum í tengslum við embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta en hann verður formlega svarinn í embætti, annað kjörtímabilið í röð, á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir