Erlent

Hollendingar hræddir við múslíma

Stór hluti Hollendinga er hræddur við múslíma samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var þar í landi. Aðeins 19 prósent landsmanna telja að sér stafi ekki hætta af múslímum, en alls býr tæplega ein milljón múslíma í landinu og eru þeir um sex prósent íbúa þar. Könnunin leiddi einnig í ljós að 67 prósent aðspurðra hefðu aldrei nein samskipti við múslíma og 65 prósent vissu lítið sem ekkert um íslamstrú þrátt fyrir mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Spenna á milli kynþátta í Hollandi hefur aukist síðustu misseri og ágerðist enn frekar þegar róttækir íslamistar myrtu kvikmyndagerðarmaðinn Theo Van Gogh sem hafði gert mynd um ofbeldi gegn íslönskum konum. Í vikunni blossuðu deilurinar aftur upp en þá myrti hollensk kona ungan mann af marakkóskum uppruna sem hafði stolið töskunni hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×