Erlent

Fjölga áhlaupum í Írak

Níu voru handteknir og vopn gerð upptæk í áhlaupi bandaríska hersins í írösku borginni Mosul í fyrrinótt. Bandaríski herinn hefur fjölgað áhlaupum til að handtaka andspyrnumenn sem hafa hótað ófriði í væntanlegum kosningum. Stærstu götum Bagdad hefur verið lokað eftir tíðar bílsprengjur undangengna daga. Á síðastliðnum tveimur vikum hafa 200 manns verið handteknir í Mosul grunaðir um skæruhernað. Bandaríkjaher grunar að margir andspyrnumenn, sem komust af í borginni Fallujah i lok síðasta árs, hafi flúið til Mosul og komið upp bækistöðvum þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×