Erlent

786 Svía enn saknað

Sænska lögreglan hefur gert nýjan lista yfir þá sem saknað er eftir hamfarirnar í Suðaustur-Asíu. 786 manns eru á listanum og hefur þeim sem saknað er þannig fækkað um rúmlega eitthundrað. Af þessum eru 400 sem lögreglan hefur ýmis konar upplýsingar um sem hægt er að nota til að bera kennsl á lík þeirra, svo sem DNA-sýni og tannlæknaskýrslur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×