Erlent

Skutu dreng til bana

Þrettán ára drengur var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum á Vesturbakkanum í gær eftir að hann beindi leikfangabyssu að þeim. Ættingjar drengsins segja að hann hafi ásamt öðrum börnum gert gys og kastað grjótum að hermönnunum og beint heimagerðri leikfangabyssu að þeim þegar hermaður skaut hann. Drengurinn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Talsmenn Ísraelshers segja að mikill mannfjöldi hafi safnast saman á svæðinu og látið ófriðlega og að hermaðurinn sem skaut hafi talið sig í hættu þegar drengurinn beindi byssunni að honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×