Erlent

Grunaður um morð á móður sinni

Sautján ára piltur er í haldi norsku lögreglunnar, grunaður um að hafa myrt móður sína á heimili þeirra í Ósló í gær. Konan var stungin margsinnis með hníf og var sonurinn handtekinn blóðugur á vettvangi. Í ljós er komið að fyrir aðeins nokkrum dögum hafði konan leitað hjálpar bæði lögreglu og heilsugæslunnar vegna andlegra veikinda sonarins, en án árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×