Erlent

Sprengjuhótun við Hvíta húsið

Maður sem er ósáttur við að fá ekki forræði yfir barni sínu hótaði að sprengja sig og bíl sinn í loft upp í næstu götu við Hvíta húsið í gær. Maðurinn sagðist ætla að kveikja í tæpum sextíu lítrum af bensíni ef hann fengi ekki barn sitt. Eftir fjögurra og hálfs tíma þref tókst lögreglu þó að fá manninn ofan af fyrirætlunum sínum. Lögreglumenn notuðust við vélmenni til þess að afhenda manninum síma og hófu í kjölfarið samningaviðræður. Svæðið í kringum manninn var girt af og hús í götunni voru rýmd af ótta við að maðurinn léti verða af hótunum sínum. Þá neyddist lögregla til þess að loka nokkrum götum í nágrenninu vegna uppátækisins og mikið umferðaröngþveiti skapaðist í kjölfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×