Erlent

Viðvörun frá FBI

Bandaríska alríkislögreglan hefur hefur sent út leitarviðvörun vegna fjögurra Kínverja sem hugsanlega eiga aðild að hryðjuverkasamtökum og gætu verið á leiðinni til Boston. Alríkislögreglunni barst símhringing frá ónafngreindum aðila í gær þar sem varað var við Kínverjunum sem ekki hafa komið áður við sögu lögreglu í Bandaríkjunum. Myndir af þeim voru þegar sendar á allar lögreglustöðvar í nágrenni Boston. Ríkisstjórinn í Massachusetts, sem ætlaði að vera viðstaddur embættistöku Bush forseta í dag, sneri aftur til heimafylkis síns í gær. Hann sagði að ekki yrði lýst yfir hættuástandi í Boston en fleiri lögreglumenn yrðu settir á vakt næstu daga. Talsmenn alríkislögreglunnar segja íbúa Boston ekki þurfa að fyllast skelfingu, enda berist fjöldi viðvarana á hverjum degi en upplýsingarnar hafi þó verið þess eðlis að rétt sé að hafa varann á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×