Erlent

Tamíl-tígrar æfir út í stjórnvöld

Tamíl-tígrar á Srí Lanka eru æfir vegna þess að ríkisstjórn landsins neitaði Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um leyfi til að heimsækja landssvæði Tígranna þegar hann var á ferð um Srí Lanka. Stór svæði á norður- og austurströnd Srí Lanka eru yfirráðasvæði Tígranna, en þau urðu sérstaklega illa úti í flóðbylgjunni. Alls létust 30 þúsund manns á Srí Lanka í þessum hamförum. Óttast er að þetta mál gæti haft varanleg áhrif á viðkvæma friðarsamninga á milli Tamíl-tígra og stjórnvalda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×