Erlent

Matar- og vatnsskortur yfirvofandi

Löggjafinn á hinum afskekktu Andaman- og Níkóbareyjum í Indlandshafi, sem urðu illa úti í flóðbylgjunni annan dag jóla, segir að eftirlifendur á eyjunum séu verða uppiskroppa með mat og vatn. Hann fer fram á að flutningi á hjálpargögnum verði hraðað eins og kostur er, ella muni enn fleiri falla í valinn á eyjunum. Fjölmargir íbúar fylgdu dýrum inn í frumskóga eyjanna skömmu áður en flóðbylgjan reið yfir og tókst þannig að bjarga lífi sínu. Þar lifðu þeir m.a. á banönum og kókoshnetum. Mörgum hefur nú verið bjargað og flestir fluttir til höfuðborgarinnar Port Blair á bátum þar sem nánast allir vegir eyðilögðust í flóðunum. Löggjafinn segir þó fjölmarga enn í sjálfheldu í frumskógum á smærri eyjum og þar sé lítið vatn og matur af skornum skammti. Rúmlega 6000 manns eru talin hafa látist á eyjunum 550 sem tilheyra Indlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×