Erlent

Konungur hvetur til samstöðu

Karl Gústaf Svíakonungur hvatti landsmenn til að þjappa sér saman eftir hörmungarnar í Asíu í ávarpi sem var útvarpað og sjónvarpað beint í gær. "Okkur verður hugsað til allra þeirra sem standa okkur nærri og okkur þykir vænt um, fólks sem fyrir fáeinum dögum var hluti af fjölskyldu okkar, vinir okkar, bekkjarfélagar, bræður okkar og systur, en er ekki lengur á meðal okkar," sagði konungurinn. "Við gætum ímyndað okkur að ég gæti, líkt og konungur í ævintýri, látið allt verða í lagi aftur og lokið þessu með því að segja að þau lifðu hamingjusamlega upp frá því. En ég er aðeins eins og hver annar syrgjandi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×