Erlent

Friðargæsluliðar drepnir

Tveir menn létust og tveir særðust í sprengjuárásum Hezbollah-skæruliða í Líbanon við landamæri Ísraels. Franskur friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna lést sem og ísraelskur hermaður. Sænskur friðargæsluliði og líbanskur maður særðust. Skæruliðarnir segja að einn úr þeirra röðum hafi látist í átökum við ísraelska hermenn. Um tvö þúsund friðargæsluliðar eru í Ísrael þar af eru tvö hundruð Frakkar. Í yfirlýsingu frá Hezbollah segir að árásin hafi verið gerð til þess að reyna að ná aftur landi sem skæruliðasamtökin segja tilheyra Líbanon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×