Erlent

Erfitt að bera kennsl á líkin

Lík fórnarlamba flóðbylgjunnar í Asíu eru mörg svo illa farin vegna rotnunar að erfitt er að bera kennsl á þau. Vegna þessa segjast yfirvöld í Taílandi ekki geta borið á kennsl á meira en tvö þúsund lík. Líkhús eru yfirfull og hefur hofum og ýmsum öðrum byggingum verið breytt í líkhús. Réttarlæknar vinna nú allan sólahringinn við að reyna að bera kennsl á fólkið sem fórst í hamförunum. Staðfest er að ríflega 5.300 manns hafa látist í Taílandi en óttast er að allt að 9.000 hafi látist. Af hinum látnu eru um 1.800 Taílendingar, en um 1.300 erlendir ríkisborgarar. Ekki er vitað hver uppruni um 2.200 manna er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×