Erlent

Blair og Brown deila

Hatrammar deilur forsætis- og fjármálaráðherra Bretlands hafa blossað upp að nýju. Í ljós hefur komið að stuðningsmenn Tonys Blairs gera ekki ráð fyrir Gordon Brown í kosningabaráttu Verkamannaflokksins fyrir þingkosningarnar í vor. Ástæðan er sögð vera sú að Brown sé ekki treystandi fyrir viðkvæmum upplýsingum. Þá er fullyrt í nýrri bók að Blair hafi svikið Brown illilega þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að sitja sem forsætisráðherra í fjögur ár til viðbótar því staðfest sé að Blair hafi lofað því að Brown fengi embættið eftir næstu kosningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×