Erlent

Einn sjómaður lét lífið

Sjómaður lét lífið þegar bandarískur kjarnorkukafbátur strandaði suður af kyrrahafseyjunni Gvam á laugardaginn. Alls voru 137 manns um borð og 23 aðrir farþegar særðust en enginn alvarlega. Kafbáturinn var á leið til Brisbane í Ástralíu þegar hann strandaði en ekki er vitað hvað orsakaði óhappið. Verið er að rannsaka atvikið og er ætlunin að koma bátnum í heimahöfn í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×