Erlent

Óveður veldur usla í Norður-Evrópu

Óveður hefur geisað víða um heim síðasta sólarhring. Að minnsta kosti ellefu eru látnir í Svíþjóð og Danmörku og þrír á Bretlandseyjum. Óveður sem gekk yfir Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar í gær olli gríðarmiklu tjóni. Fjórir létust í Danmörku og sjö í Svíþjóð, flestir þegar tré féllu á bíla þeirra. Rafmagn fór af tugþúsundum heimila. Samgöngur lágu niðri og stöðva þurfti umferð um brýr og flugvelli á meðan veðrið gekk yfir en hæst fór vindhraðinn í 42 metra á sekúndu sem er svipaður vindhraði og var í óveðrinu sem gekk yfir Ísland í síðustu viku. Þá er staðfest að þrír létu lífið í óveðri sem hefur gengið yfir nyrsta hluta Bretlandseyja. Fólk þurfti að flýja heimili sín í ofboði undan flóðum. Michael Baxter hjá lögregluyfirvöldum segir að í gær hafi það haft forgang hjá lögreglu og björgunarliði að bjarga mannslífum en í dag hafi vinnan snúist um gæta öryggis fólk. Fjóldi fólks hafi verið flutt í athvörf og fleiri ætti eftir að flytja. Flóð af þessum toga og úrshellisrigning verður æ algengari í Bretlandi. Eliot Morely, umhverfisráðherra Bretlands, segir að staðan hafi verið endumetin eftir stórflóð árið 2000 sem hafi orðið vegna breytinga á veðurfari sem tengist loftlagsbreytingum. Þótt menn skilji ekki hvað þetta þýði til lengri tíma litið á Bretlandi virðist ofsafengin úrkoma verða æ algengari. Gera verði ráð fyrir henni í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×