Erlent

230 fangar látnir lausir

Bandaríski herinn sleppti í gær 230 íröskum föngum sem höfðu verið í haldi í fangelsinu Abu Ghraib. Í yfirlýsingu frá hernum segir að mennirnir séu ekki lengur taldir hættulegir. Þetta er í annað skiptið í þessum mánuði sem föngum er sleppt úr fangelsinu. Þann 1. janúar voru 260 fangar látnir lausir. Enn eru 2.400 fangar í Abu Ghraib. Þá eru um 5.000 fangar í fangelsinu Camp Bucca í grennd við Umm Quasr. Á síðasta ári sleppti bandaríski herinn um 9.000 föngum. Fangelsið Abu Ghraib komst í fréttir á síðasta ári vegna pyntinga bandarískra hermanna á íröskum föngum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×