Erlent

Kæru Janúkovitsj vísað frá

Hæstiréttur Úkraínu vísaði í gær frá fjórum kærum Viktors Janúkovitsj, fyrrum forsætisráðherra, þar sem hann krafðist þess að seinni umferð forsetakosninganna yrði dæmd ógild. Talsmaður dómstólsins sagði að kærunum hefði verið vísað frá á grundvelli formgalla og að Janúkovitsj myndi leggja fram nýjar kærur. Andstæðingur Janúkovitsj, Viktor Júsjenkó, var lýstur sigurvegari eftir kosningarnar 26. desember. Til þeirra var boðað eftir að hæstiréttur ógilti kosningarnar 21. nóvember, þar sem Janúkovitsj var lýstur sigurvegari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×