Erlent

Kjörfundur framlengdur um tvo tíma

Yfirkjörstjórn í Palestínu hefur ákveðið að framlengja kjörfund í forsetakosningunum um tvær klukkustundir, eða til sjö í kvöld að íslenskum tíma. Þetta er gert vegna þess að einhverjir Palestínumenn hafa verið stöðvaðir við eftirlitsstöðvar Ísraelshers á leið sinni á kjörstað. Ísraelsstjórn hafði lofað að hún myndi auðvelda Palestínumönnum að kjósa en virðist ekki ætla að standa við það því eftirlisstöðvum íraelska hersins á Vesturbakkanum hefur ekki verið lokað eins og samið hafði verið um. Talsmenn Ísraelshers segjast hafa gert sitt til að auðvelda Palestínumönnum að komast á kjörstað en herinn hafi aldrei lofað að loka öllum eftirlitsstöðvum. Hann þurfi að halda sumum stöðvum opnum til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk. Palestínumenn velja í kosningunum eftirmann Jassirs Arafats og er talið að Mahmoud Abbas, leiðtogi PLO, eigi sigurinn vísan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×