Erlent

Fjórir drepnir í Sádi-Arabíu

Sádiarabískar öryggissveitir skutu fjóra menn til bana í bardaga nærri borginn Riyadh í morgun. Samkvæmt innanríkisráðuneyti landsins neituðu mennirnir, sem taldir eru vera félagar í al-Qaida, að gefast upp og skutu á öryggissveitarmenn sem svöruðu í sömu mynt með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvort fjórmenningarnir hafi verið á lista stjórnvalda yfir eftirlýsta uppreisnarmenn en á þeim lista eru 26 menn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×