Erlent

Börn sneru loks aftur í skóla

Börn sneru aftur í skóla sína í Acehhéraði á indónesísku eyjunni Súmötru í gær, í fyrsta sinn frá náttúruhamförunum á annan dag jóla. Sums staðar, svo sem í Aceh Besar bættist fjöldi barna frá þeim svæðum sem verst urðu úti í hóp þeirra sem fyrir voru, annars staðar vantaði marga nemendur. Skólahald hófst einnig á nýjan leik í hafnarborginni Galle í Sri Lanka, þar er skólinn illa farinn eftir flóðbylgjuna og mikill skortur á námsefni og húsgögnum. Uppreisnarmenn í Aceh héraðinu hétu því í gær að skaða engan þann sem kæmi á svæðið til að sinna hjálparstarfi og sögðust standa við einhliða vopnahlé sem þeir lýstu yfir eftir að flóðbylgjan skall á héraðinu. Rauði krossinn hefur enn ekki náð til 200 þúsund manns sem búa í héraðinu og urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að 453 Bretar væru taldir af eftir hamfarirnar, 871 er saknað, rúmlega þúsund færri en fyrir viku. Unnið er að því að grafa upp lík hundruð fórnarlamba flóðbylgjunnar á Taílandi. Taka á lífsýni úr líkunum svo hægt sé að bera kennsl á fólkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×