Erlent

Neita að framfylgja reykingabanni

Eigendur veitingahúsa og kráa á Ítalíu neita að framfylgja reykingabanni sem tekur gildi á morgun. Banninu, sem upphaflega átti að taka gildi um áramót, var frestað um nokkra daga svo ítalskir reykingamenn gætu fagnað nýju ári á krám og veitingahúsum. Markmiðið með banninu er að draga úr reykingum í landinu og binda enda á óbeinar reykingar, en árlega látast 90 þúsund manns á Ítalíu af völdum reykinga. Veitingamenn neita hins vegar að taka að sér löggæsluhlutverk og segjast ekki munu kalla til lögreglu ef gestir kveiki í sígarettu, pípu eða vindli, en sekt fyrir athæfið getur numið allt að tvö þúsund evrum eða rúmlega 160 þúsund krónum. Tæplega þriðjungur íbúa landsins, eða um 18 milljónir, er reykingafólk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×