Erlent

Taka upp eðlilega lífshætti

Íbúar á hamfarasvæðunum í Asíu reyna hvað þeir geta að taka upp eðlilega lífshætti. Hjálparstarf er farið að bera sýnilegan árangur. Mest áhersla hefur verið lögð á það á þeim svæðum sem urðu verst úti að líf barna verði sem fyrst því sem næst eðlilegt á ný. Margir skólar í Aceh-héraði í Indónesíu tóku til starfa í dag í fyrsta sinn eftir hamfarirnar. Hjálparstarf er farið að bera sýnilegan árangur, mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið og aðsókn að sjúkrahúsum hefur minnkað. Nokkrar búðir hafa opnað í héraðinu og hjálpargögn berast stríðum straumum. Skólastarf hófst einnig á Srí Lanka með mínútu þögn í Sudharma-skólanunum þar sem 400 af 1200 nemendum skólans létust. Minningarathöfn var haldin í Stokkhólmi í dag vegna þeirra sem létust í hamförunum. Karl Gústaf Svíakonungur flutti hjartnæma og persónulega ræðu en hann gagnrýnir í sænskum fjölmiðlum í dag að einn og hálfur sólarhringur hafi liðið frá hamförunum þar til hann fékk upplýsingar um stöðu mála frá sænskum stjórnvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×