Erlent

Treystir Rumsfeld ekki

John McCain, einn áhrifamesti öldungadeildarþingmaður repúblikana, segist ekki bera neitt traust til Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar kemur að því að ákveða hvernig haga eigi stríðsrekstri í Írak. "Ég hef haldið því statt og stöðugt fram að við þurfum á fleiri hermönnum að halda í Írak, þar á meðal réttu hermönnunum, mönnum sem tala málið, sérsveitarmönnum, mönnum til að vinna að málefnum borgaranna og svo framvegis," sagði McCain, sem taldi að fjölga þyrfti hermönnum um hundrað þúsund eða meira.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×