Erlent

Flestir deyja á jóladag

Fleiri Bandaríkjamenn deyja á jóladag hvert ár en nokkurn annan dag ársins. Þetta er niðurstaða rannsókna hóps vísindamanna, sem komust að því að 12,4 prósentum fleiri andist þann dag en aðra. Svipaða sögu er reyndar að segja af öðrum jóladögum og algengt er að fólk fái banvæn hjartaáföll á jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Vísindamennirnir telja ástæðuna ekki nautnalíf yfir hátíðarnar heldur miklu fremur að fólk vilji ekki eyðileggja stemninguna með því að fara á sjúkrahús þegar það finnur til ónota.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×