Erlent

25 látnir í lestarslysi

Að minnsta kosti 25 létust og 250 eru slasaðir eftir að tvær lestar skullu saman í Punjab-héraði á Norður-Indlandi í morgun. Björgunarsveitir eru á staðnum og vinna að því að koma hinum slösuðu til hjálpar. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins en járnbrautarslys eru tíð á Indlandi þar sem bæði teinar og lestir eru víða úr sér gengin og járnbrautarnetið er mjög víðfemt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×