Erlent

Júsjenko heppinn að vera á lífi

Viktor Júsjenko, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, kveðst vera heppinn að vera á lífi og krefst rannsóknar á því hvernig hann varð fyrir díoxíneitrun. Saksóknari hefur á ný hafið rannsókn á því hvernig Júsjenko veiktist og afmyndaðist í andliti. Júsjenko kom í nótt heim frá Austurríki þar sem hann var til rannsóknar og sagði við blaðamenn á flugvellinum í Kænugarði að yfirvöld hefðu byrlað sér eitur. Hann vill hins vegar að beðið verði með rannsóknina þar til eftir kosningarnar annan í jólum til að hafa ekki áhrif á úrslit þeirra. Læknar komust að því að þúsundfalt magn díoxíns hefði verið í blóði Júsjenkós. Aðstoðarmaður hans sagðist í viðtali í morgunþætti ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum telja að KGB-menn stæðu á bak við tilræðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×