Erlent

Ísraelsmenn með hefndarárásir

Ísraelskar herþyrlur skutu í það minnsta sex flugskeytum á skotmörk í Gasa-borg í nótt í hefndarskyni fyrir árás palestínskra hryðjuverkamanna á landamærastöð Ísraelsmanna á mörkum Egyptalands og Gasa-strandarinnar. Fjórir hermenn fórust og tíu særðust í þeirri árás sem er sú mannskæðasta frá því að Jasser Arafat lést. Engum fregnum fer hins vegar af mannfalli í hefndarárásum hersins. Átökin draga nokkuð úr bjartsýni sem vaknað hefur fyrir botni Miðjarðarhafs um að friðarferlið þar gæti þokast í rétt átt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×