Erlent

Háttsettur talíbani handsamaður

Afganskar öryggissveitir hafa handsamað háttsettan talíbana sem meðal annars var yfirmaður öryggismála hjá talíbanaleiðtoganum Mullah Omar. Maðurinn, Toor Mullah Naqibullah Khan að nafni, var handtekinn í sendibíl á leið til borgarinnar Kandahar í suðurhluta Afganistans og hafði meðal annars mikilvæg skjöl í fórum sínum að sögn stjórnvalda í landinu. Vonir eru bundnar við að handtaka Khans komi að gagni við leitina að Omar, svo ekki sé talað um Osama bin Laden.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×