Erlent

Kvenmannskjöltukoddi á markaðinn

Hvað er mjúkt og hlýtt, hefur ávalar línur og er gott að kúra sig upp við? Svarið er einfalt: koddi. Reyndar er koddinn sem hér um ræðir enginn venjulegur koddi heldur kjöltukoddi, þ.e.a.s. koddi sem er eins og kvenmannskjölta í laginu. Japanskur uppfinningamaður fékk hugmyndina þegar konan hans þreyttist á að láta hann hvíla höfuðið í kjöltunni á sér en það finnst honum best af öllu eftir langan og strangan vinnudag. Koddinn er fyrirtakslausn því hann kvartar ekki undan höfuðþunga og er alltaf til í að kúra. Hann ku reynast einhleypum sérlega vel. Með koddanum fylgir svo pils sem hægt er að hysja upp eða skipta um eftir smekk. Þeim sem finnst þetta merki um dapurlega karlrembu eða eitthvað þaðan af verra skal bent á að áður en kjöltukoddinn kom á markað í Japan fékkst þar í landi annar koddi, sem er eins og síða karlmanns í laginu - ætlaður einmana kvenfólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×