Erlent

Barghouthi hættir við framboðið

Marwan Barghouthi, vinsæll en herskár leiðtogi úr röðum Palestínumanna, hefur ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta Palestínu og styðja þess í stað framboð Mahmouds Abbas sem er mun hófsamari. Barghouthi situr í fangelsi í Ísrael fyrir morð og því var með öllu óljóst hvað gerðist, bæri hann sigur úr býtum í kosningunum. Í yfirlýsingu gagnrýndi Barghouti harðlega forystu Fatah-hreyfingarinnar en kvaðst engu að síður styðja Abbas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×