Erlent

Rússi dæmdur fyrir njósnir

Rússi, sem áður starfaði fyrir öryggisþjónustu Rússlands, var í morgun dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Eistland. Maðurinn mun hafa verið landamæravörður en landamæragæsla var áður hlutverk öryggisþjónustunnar. Á þeim tíma mun hann hafa gefið eistneskum leyniþjónustumanni upplýsingar um þrjá rússneska njósnara. Fjölmargir Rússar hafa verið dæmdir fyrir njósnir frá því Vladimír Pútín, sem sjálfur er fyrrverandi njósnari, varð forseti Rússlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×