Erlent

Basescu lýstur sigurvegari

Traian Basescu, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Rúmeníu, hefur verið lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í landinu, sem fram fóru í gær, af yfirkjörstjórninnni. Þegar búið var að telja 92% atkvæða nú á tíunda tímanum var hann með 51,75% atkvæða en andstæðingur hans, forsætisráðherrann Adrian Nastase, var með 48,25%. Basescu var borgarstjóri Búkarest og þykir hafa munninn fyrir neðan nefið. Hann mun taka við embættinu af Ion Iliescu sem er fyrrverandi kommúnisti. Basescu er hins vegar miðjumaður sem nýtur einkum fylgis miðstétta í þéttbýli á meðan Nastase, sem er vinstrimaður, er vinsælli í dreifbýli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×