Erlent

Fylgni mígrenis og heilablóðfalls

Þeir sem þjást af mígreni eru helmingi líklegri en aðrir til að fá heilablóðfall. Þetta er niðurstaða rannsókna breskra og bandarískra vísindamanna. Þeir fóru ofan í saumana á fjórtán rannsóknum og könnuðu sambandið á milli sjúklinga sem þjáðust af mígreni og þeirra sem fengu heilablóðfall. Átta sinnum meiri líkur eru á að konur sem þjást af mígreni og taka pilluna fái heilablóðfall en aðrir. Vísindamennirnir segja nauðsynlegt að kanna þessa þætti betur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×