Erlent

Nær fjörutíu létu lífið

38 manns létu lífið þegar tvær indverskar farþegalestir rákust saman í Punjab-héraði í norðurhluta Indlands. Lestirnar voru fyrir mistök á sama járnbrautarspori en hvor á leið í sína áttina og lentu því framan á hvorri annarri. "Ég lít ekki á þetta sem slys heldur sem morð. Þetta var hreint og klárt kæruleysi af hálfu viðkomandi starfsmanna," sagði Laloo Prasad Yadav, ráðherra lestarsamgangna. Annari lestinni var fyrir mistök hleypt inn á spor hinnar lestarinnar á röngum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×