Erlent

Nauðlenti vegna sprengjuhótunar

Flugvél með 301 farþega um borð nauðlenti nærri London í gær vegna sprengjuhótunar. Vélin, sem er frá Olympic Airlines flugfélaginu, var á leiðinni frá Grikklandi til New York. Eftir að hótunin barst óskaði flugstjóri vélarinnar eftir fylgd frá herþotum Breta. Vélin lenti á Standsted flugvellinum, rétt norðan við London, skömmu síðar. Grísk yfirvöld voru látin vita af hótuninni eftir að hún barst til gríska dagblaðsins Ethos. Flugstjórinn ákváð þá að lenda henni sem fyrst en hún var á leið til John F. Kennedy alþjóðaflugvallarins í New York.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×