Erlent

Háttsettur Al-Qaeda liði líflátinn

Yfirvöld í Pakistan segjast hafa líflátið helsta hryðjuverkamann landsins, Amjad Farooqi, háttsettan Al-Qaeda liða. Amjad er sagður hafa staðið á bak við tilræði við forseta Pakistan og einnig morðið á Bandaríkjamanninum Daniel Pearl. Mikið hefur verið lagt í að ná Amjad upp á síðkastið, enda er hann talinn standa á bak við flestar aðgerðir Al-Qaeda í Pakistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×