Erlent

Heyrir „King size" sögunni til?

Það fer brátt hver að verða síðastur til þess að næla sér í „King Size" súkkúlaðistykki í Bretlandi. Súkkúlaðiframleiðendur hyggjast hætta framleiðslu á yfirstærðum, vegna mikils þrýstings þar að lútandi frá heilbrigðisyfirvöldum. Talsmaður matvælaframleiðenda í Bretlandi segir engan áhuga vera fyrir því að settar verði reglugerðir til þess að reyna að sporna við offituvandanum og því ætli súkkúlaðiframleiðendur að grípa til sinna eigin ráða í tæka tíð. Til að mynda er stefnt að því að engin Cadbury súkkúlaðistykki í yfirstærðum verði á boðstólnum þegar líður á næsta ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×