Erlent

6 látnir í Florida

Fjórði fellibylurinn á sex vikum gengur nú yfir Flórída. Að minnsta kosti sex manns hafa látið lífið af völdum fellibylsins. Yfir en ein og hálf milljón heimila og fyrirtækja á svæðinu er án rafmagns. Vindhraðinn fellibylsins var 193 kílómetrar á klukkustund þegar hann náði landi. Í kjölfar fellibylsins er óttast að flóð geti orðið á svæðinu á næstu dögum. Er áætlað að tjón í Flórída af völdum fellibylja síðustu sex vikurnar nemi þúsundum milljarða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×