Erlent

Lokahátíðinni frestað

Lokahátíð Ólympíumóts fatlaðra í Aþenu var aflýst eftir að sjö skólabörn sem voru á leið á hátíðina biðu bana í bílslysi. Börnin voru í rútu sem lenti í árekstri við flutningabíl. 41 var í bílnum og sluppu aðeins fjórir án meiðsla. Til stóð að ljúka mótinu með mikilli sýningu, en þess í stað fara keppendur í hóp um leikvanginn og formaður alþjóðasambands Ólympíumóts fatlaðra heldur stutta ræðu og afhendir fána mótsins fulltrúa Bejing, þar sem næsta mót verður haldið að fjórum árum liðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×