Fleiri fréttir Leiðtogi Hamas myrtur Einn af leiðtogum palestínska öfgahópsins Hamas var myrtur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í morgun. Maðurinn sem var myrtur, Izz el-Deen al-Sheikh Khalil að nafni, hefur verið útlagi frá Ísrael í tólf ár en forsvarsmenn Hamas segja að leyniþjónusta Ísraels, Mossad, hafi myrt hann. 26.9.2004 00:01 Jeanne kominn til Flórída Fellibylurinn Jeanne gekk á land á austurströnd Flórída snemma í morgun og hefur þegar valdið töluverðu tjóni. Rafmagnslínur, sem sumar eru nýviðgerðar eftir aðra fellibyli undanfarnar vikur, hafa nú enn og aftur farið í sundur og þök, og reyndar allt lauslegt, fýkur um svæðið. 26.9.2004 00:01 Íhugaði ekki afsögn Átökin í Írak skyggja á upphaf flokksþings Verkamannaflokksins í Bretlandi í dag þar sem Tony Blair forsætisráðherra er forystusauður. Að sögn fjölmiðla þar í landi er Blair mikið í mun að beina kastljósinu að innanríkismálum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi sem eiga að fara fram á næsta ári. 26.9.2004 00:01 Stuðningur við Kerry dvínar Stuðningur við John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum virðist fara dvínandi. Kosningastjórar hans binda nú vonir við að vel gangi í fyrstu sjónvarpskappræðum frambjóðendanna sem haldnar verða í vikunni. 26.9.2004 00:01 Kjósa gegn innflytjendum Svisslendingar hafna tillögu þess efnis að auðvelda börnum og barnabörnum innflytjenda að fá svissneskt vegabréf samkvæmt fyrstu tölum. Atkvæðagreiðsla um málið fór fram í dag og ef fer sem horfir markar það sigur hinnar hægri sinnuðu stjórnmálahreyfingar í landinu sem er mjög mótfallin fjölgun innflytjenda í landinu. 26.9.2004 00:01 Jeanne veldur talsverðu tjóni Fellibylurinn Jeanne olli talsverðu tjóni þegar hann gekk á land á austurströnd Flórída í morgun. Jeanne er þó ekki á meðal stærstu fellibylja en vindhraðinn var samt 53 metrar á sekúndu sem er fárviðri samkvæmt gömlu íslensku mælingunum. Jeanne er fjórði fellibylurinn sem gengur yfir Flórídabúa á örfáum vikum. 26.9.2004 00:01 Nauðlenti vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél gríska flugfélagsins Olympic Airlines nauðlenti á Stansted-flugvelli í London nú síðdegis eftir að hringt hafði verið í dagblað í Grikklandi og tilkynnt að sprengja væri um borð í vélinni. Tvö hundruð nítíu og þrír farþegar voru um borð ásamt tólf manna áhöfn. 26.9.2004 00:01 Tveir hafa látist á Flórída Að minnsta kosti tveir hafa látist á Flórída í dag en fellibylurinn Jeanne gekk þar á land snemma í morgun. Jeanne er fjórði fellibylurinn sem gengur yfir Flórídabúa á örfáum vikum. 26.9.2004 00:01 Enn neyðarástand á Haítí Á Haítí gætir ennþá áhrifa þess þegar Jeanne reið þar yfir. Þar hafa óeirðir og slagsmál brotist út vegna skorts á matvælum og drykkjarvatni. Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna urðu að skjóta upp í loft til að hrekja frá múg manna sem réðst á flutningabíla fyllta neyðarbirgðum. 26.9.2004 00:01 Kemur ef hann kemur Íbúar Miami á suðurodda Florída kipptu sér vart upp við fellibylinn Jeanne í fyrrinótt og gærmorgun. Hann gekk enda yfir nokkuð norðan við borgina og lét finna fyrir sér í grennd við Fort Pierce og Okeechobee. </font /></b /> 26.9.2004 00:01 Ísraelar teygja sig til Sýrlands Bílasprengja grandaði einum leiðtoga Hamas-samtakanna í Damaskus í Sýrlandi viku eftir að Ísraelar gáfu út viðvörun um að yfirmönnum herskárra múslima yrði þar ekki vært.</ /> 26.9.2004 00:01 Fjórði fellibylurinn á sex vikum Fjórði fellibylurinn á sex vikum gerði Flórídabúum lífið leitt í dag. Fellibylurinn Jeanne lagði í rúst það sem björgunarsveitir voru enn að reyna að bæta eftir yfirreið síðasta byls. 26.9.2004 00:01 Blóðug borgarastyrjöld framundan? Blóðug borgarastyrjöld gæti brotist út í Súdan takist ekki að semja frið í Darfur-héraði innan skamms. Hundruð þúsunda flóttamanna halda enn til í flóttamannabúðum og fleiri eru á leiðinni. 26.9.2004 00:01 Heita herferð gegn Síonistum Hefndum er heitið fyrir drápið á einum leiðtoga Hamas-samtakanna í Sýrlandi í morgun. Hamas heitir herferð gegn Síónistum um allan heim. 26.9.2004 00:01 Fréttahaukur hleypur á sig Dan Rather, fréttamaður hjá CBS, gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um Bandaríkjaforseta þegar hann birti fölsuð minnisblöð um herþjónustu hans. Hætt er við að orðstír þessa farsæla fréttamanns hafi beðið varanlegan hnekki. </font /></b /> 26.9.2004 00:01 Jeanne veldur usla í Flórída Fellibylurinn Jeanne, sem farið hefur um Karabíska hafið undanfarna viku og valdið dauða um 1.500 manns, skall á austurströnd Flórída á miðnætti á laugardag. 26.9.2004 00:01 Darfur verður að fá heimastjórn "Skýrt framsal á völdum verður að eiga sér stað í Darfur," sagði Ruud Lubbers, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, þegar hann hvatti til þess að íbúar Darfur fengju heimastjórn. Súdönsk stjórnvöld hafa hingað til sagst reiðubúin að semja um slíkt en hafa ekki viljað ganga jafn langt og uppreisnarmenn krefjast. 26.9.2004 00:01 Átta féllu í Fallujah Bandaríkjaher hóf enn eina stórsóknina á Fallujah í Írak í nótt. Að minnsta kosti átta eru fallnir. Með árásinni á enn einu sinni að reyna að uppræta öfgamenn í hryðjuverkahópi Abu Musab al-Zarqawi sem staðið hefur fyrir flestum voðaverkum í Írak að undanförnu. 25.9.2004 00:01 Ein milljón manna flýr Flórída Tæplega ein milljón manna á Flórída í Bandaríkjunum hefur neyðst til þess að flýja heimili sín vegna fellibyljarins Jeanne en óttast er að bylurinn kunni að valda miklum usla á svæðinu. Jeanne er sá fjórði sem ríður yfir Flórída á undanförnum vikum. 25.9.2004 00:01 Búið að lífláta Bigley? Breski gíslinn Kenneth Bigley, sem haldið er föngnum af mannræningjum í Írak, hefur verið tekinn af lífi samkvæmt tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu í dag. Breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka tilkynninguna trúanlega, enda hafi vefsíðan áður birt tíðindi af gíslum í Írak sem svo hafi komið í ljós að ekki áttu við rök að styðjast. 25.9.2004 00:01 Se og hör fær dóm í Danmörku Ritstjórar og blaðamenn danska tímaritsins <em>Se og hör</em> voru dæmdir til greiðslu sektar að andvirði tæplega átta hundruð þúsunda íslenskra króna fyrir dönskum dómstólum í gær. Blaðið fjallaði í nóvember 2002 um ástamál Önju Andersens sem er þekktasta handboltakona Danmerkur. 25.9.2004 00:01 Upplausn á Haítí Aðframkomnir íbúar Haítís reyndu í gær að brjótast inn í matvælageymslur hjálparstofnana til að verða sér úti um mat og vatn. Fellibylurinn Jeanne, sem lagði norðurhéruð Haítís í rúst fyrr í vikunni, stefnir nú á Flórída-ríki þar sem hátt í milljón manns hefur flúið heimili sín. 25.9.2004 00:01 Óvíst um afdrif Bigleys Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. 25.9.2004 00:01 Olíuverð hækkar í kjölfar Ívans Verð á olíu í heiminum hækkaði mikið í liðinni viku og hefur aldrei verið hærra. Áhyggjur af minnkandi birgðum í Bandaríkjunum og fellibylurinn Ívan eru talin valda hækkuninni að þessu sinni. Hækkunin nam fjórum bandaríkjadölum og var verðið 48,9 dalir á tunnu þegar markaðir lokuðu á föstudag, litlu hærra en 19. ágúst í sumar þegar það náði síðast hámarki. 25.9.2004 00:01 Matvælum dreift til fólksins Keppst er við að dreifa mati og drykkjarvatni til íbúa Haítí sem búa enn við skort eftir að fellibylurinn Jeanne olli þar miklum flóðum. Verst er ástandið í borginni Gonaives þar sem jafnframt er skortur á lyfjum og læknisaðstoð. 24.9.2004 00:01 Náðarhögg ESB? Hafni margar Evrópusambandsþjóðir nýrri stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum gæti það reynst náðarhögg evrópska verkefnisins að mati Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hafni eitt ríki stjórnarskránni sé hægt að bjarga því, en verði þau mörg sé úti ævintýri. 24.9.2004 00:01 Olíuverð nálgaðist sögulegt hámark Olíuverð nálgaðist sögulegt hámark í gær þegar fatið var komið yfir fjörutíu og níu dollara þegar lokað var á markaði í Bandaríkjunum. Í morgun hefur það lækkað nokkuð á ný í Asíu. Litlar olíubirgðir eru sagðar ástæða þessa og virðist engu hafa breytt að Bandaríkjastjórn ákvað að opna neyðarbirgðir sínar til að auka framboð. 24.9.2004 00:01 Ókeypis laxveiði í Noregi Norsk yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að bjóða almenningi til ókeypis laxveiða í ám í Suður- Hörðalandi og er fólk hvatt til að veiða allt hvað það getur. Það er þó ekki fyrir gjafmildi eða ummhyggju fyrir þegnunum að stjórnvöld gera þetta heldur hefur orðið vart við tugi þúsunda strokulaxa á svæðinu. 24.9.2004 00:01 Grátbað stjórnina um miskunn Utanríkisráðherra Breta segir að breska ríkisstjórnin reyni allt sem í hennar valdi standi til að reyna að tryggja lausn breska gíslsins, Ken Bigley. Breskir ráðamenn hafa þó útilokað með öllu að semja eða ræða beint við öfgahópinn sem heldur honum föngnum. 24.9.2004 00:01 Ófrjó en ól samt barn Belgískri konu, sem varð ófrjó vegna geislameðferðar, hefur nú verið gert kleift að eignast barn með aðferð sem talin er byltingarkennd í læknisfræðinni og gæti valdið straumhvörfum fyrir ungar konur sem fá krabbamein. 24.9.2004 00:01 Ráðist á danska sendiráðið Mótmælendur réðust á danska sendiráðið í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun, brutu þar rúður og skvettu rauðri málningu á veggina til að mótmæla stuðningi dönsku ríkisstjórnarinnar við stríðið í Írak. Thomas Lehmann, sendifulltrúi í sendiráðinu, segir að hópur sem kallar sig Global Intifada hafi staðið fyrir aðgerðunum. Danir hafa sent hersveitir til Íraks. 24.9.2004 00:01 Blóðug borgarastyrjöld möguleg Blóðug borgarastyrjöld gæti brotist út í Súdan, leysist friðarviðræður stjórnvalda og aðskilnaðarsinna upp. Þetta er mat æðsta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Hann óttast að ástandið yrði þá sambærilegt við hörmungarnar í Sómalíu. 24.9.2004 00:01 Pútín neitar ásökunum Vladímír Pútín, forseti Rússlands, neitar því að stjórnarhættir hans séu afturhvarf til sovéskra hátta. Hann segir frelsi og lýðræði lykilinn að bjartri framtíð. Ýmsar hugmyndir, sem Pútín hefur kynnt undanfarnar vikur, hafa vakið undrun á Vesturlöndum og þótt benda til þess að hann safni sífellt meiri völdum til sín. 24.9.2004 00:01 Opið allan sólarhringinn? Þjóðverjar velta því nú fyrir sér hvort þeir kæri sig um að verslanir geti verið opnar allan sólarhringinn. Efri deild þýska þingsins skoðar nú frumvarp til laga sem gefur verslunartímann frjálsan. Það yrði þá í verkahring sambandslandanna að ákveða opnunartíma. 24.9.2004 00:01 Bara hörð leikföng Efni sem gera plast mjúkt hafa verið bönnuð innan Evrópusambandsins. Mjúkt plast er gjarnan notað í barnaleikföng og það er meginástæða bannsins, þar sem óttast er að efnin geti verið hættuleg heilsu barna. Vísindamenn telja að efnin geti meðal annars haft áhrif á æxlunarfæri barnanna þegar þau eru komin á fullorðinsaldur. 24.9.2004 00:01 Ekki vitað um afdrif Bigleys Ekki er vitað hvort Bretinn Kenneth Bigley, sem hefur verið í haldi mannræningja í Írak, er lífs eða liðinn en mannræningjarnir hafa hótað að drepa hann. Öldruð móðir Bigleys bað honum griða í sjónvarpi í gærkvöldi og féll að því loknu saman. 24.9.2004 00:01 Segja sig úr kirkjunni í hrönnum Úrsögnum úr rómversk-kaþólsku kirkjunni í Austurríki hefur fjölgað verulega undanfarna mánuði. Ástæðan er hneykslismál sem hafa umlukið kirkjuna. Snemma í sumar uppgötvaðist mikið magn barnakláms í prestaskóla og einn þekktasti prestur landsins hefur verið sakaður um að beita sóknarbörn á táningsaldri kynferðislegu ofbeldi. 24.9.2004 00:01 Vill heimastjórn í Darfur "Skýrt framsal á völdum verður að eiga sér stað í Darfur," sagði Ruud Lubbers, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, þegar hann hvatti til þess að íbúar Darfur fengju heimastjórn. Súdönsk stjórnvöld hafa hingað til sagst reiðubúin að semja um slíkt en hafa ekki viljað ganga jafn langt og uppreisnarmenn krefjast. 24.9.2004 00:01 Handteknir vegna mengunar Sex stjórnendur og starfsmenn bandarísks námufyrirtækis hafa verið handteknir í Indónesíu vegna rannsóknar á því hvort fyrirtækið hafi hent hættulegum úrgangi í sjó með þeim afleiðingum að íbúar í nágrenninu veiktust. 24.9.2004 00:01 Nauðgað til að tryggja giftingu Fjöldi eþíópískra stúlkna hefur orðið fórnarlamb manna sem ræna þeim og nauðga. Þannig vilja mennirnir tryggja að þeir fái að giftast þeim og þurfi ekki að greiða foreldrum þeirra jafn mikið og ella væri raunin.</font /></b /> 24.9.2004 00:01 Manntjón af völdum Jeanne 175 þúsund manns urðu fyrir barðinu á fellibylnum Jeanne þegar hann gekk yfir Haítí. Ástandið í landinu er vægast sagt skelfilegt, lík hrannast upp og hjálparstarfsmenn neyðast til að urða þau í fjöldagröfum. Það er meginverkefni hjálparstarfsmannanna auk þess sem þeir dreifa matvælum til tugþúsunda sem hafa hvorki vott né þurrt. 23.9.2004 00:01 Breski gíslinn grátbiður Blair Breski gíslinn, sem mannræningjar í Írak hóta að skera á háls, grátbiður Tony Blair um að þyrma lífi sínu á myndbandsupptöku sem birt var á íslamskri netsíðu í nótt. Kenneth Bigley er síðasti gíslinn af þremur í haldi sömu mannræningja, en hinir tveir hafa þegar verið drepnir. Hann endurtók í sífellu að hann vildi ekki deyja í Írak. 23.9.2004 00:01 Olían hækkar enn Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og var komið yfir 48 dollara á fatið áður en lokað var á markaði í gær. Síðan lækkaði verðið rétt niður fyrir 48 dollara. Þetta gerðist þegar orkumálaráðuneytið staðfesti að gengið hefði á eldsneytisbirgðir í kjölfar fjölda fellibylja undanfarnar vikur. 23.9.2004 00:01 Ívan ekki enn hættur Leifarnar af fellibylnum Ívan hafa nú þróast í Hitabeltisstorm, sem kominn er inn í Mexíkóflóa. Viðvaranir hafa verið sendar út þar og í Texas, þar sem búist er við að stormurinn komi snemma á morgun. 23.9.2004 00:01 Mihajlovich fluttur Mihajlo Míhajlovich, maðurinn sem myrti Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var í nótt fluttur í skyndi frá réttargeðdeild á Huddinge-sjúkrahúsinu til annarar réttargeðdeildar. Ástæðan er sú að læknar óttuðust um öryggi hans og töldu líklegt að honum yrði sýnt banatilræði á sjúkrahúsinu. 23.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Leiðtogi Hamas myrtur Einn af leiðtogum palestínska öfgahópsins Hamas var myrtur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í morgun. Maðurinn sem var myrtur, Izz el-Deen al-Sheikh Khalil að nafni, hefur verið útlagi frá Ísrael í tólf ár en forsvarsmenn Hamas segja að leyniþjónusta Ísraels, Mossad, hafi myrt hann. 26.9.2004 00:01
Jeanne kominn til Flórída Fellibylurinn Jeanne gekk á land á austurströnd Flórída snemma í morgun og hefur þegar valdið töluverðu tjóni. Rafmagnslínur, sem sumar eru nýviðgerðar eftir aðra fellibyli undanfarnar vikur, hafa nú enn og aftur farið í sundur og þök, og reyndar allt lauslegt, fýkur um svæðið. 26.9.2004 00:01
Íhugaði ekki afsögn Átökin í Írak skyggja á upphaf flokksþings Verkamannaflokksins í Bretlandi í dag þar sem Tony Blair forsætisráðherra er forystusauður. Að sögn fjölmiðla þar í landi er Blair mikið í mun að beina kastljósinu að innanríkismálum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi sem eiga að fara fram á næsta ári. 26.9.2004 00:01
Stuðningur við Kerry dvínar Stuðningur við John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum virðist fara dvínandi. Kosningastjórar hans binda nú vonir við að vel gangi í fyrstu sjónvarpskappræðum frambjóðendanna sem haldnar verða í vikunni. 26.9.2004 00:01
Kjósa gegn innflytjendum Svisslendingar hafna tillögu þess efnis að auðvelda börnum og barnabörnum innflytjenda að fá svissneskt vegabréf samkvæmt fyrstu tölum. Atkvæðagreiðsla um málið fór fram í dag og ef fer sem horfir markar það sigur hinnar hægri sinnuðu stjórnmálahreyfingar í landinu sem er mjög mótfallin fjölgun innflytjenda í landinu. 26.9.2004 00:01
Jeanne veldur talsverðu tjóni Fellibylurinn Jeanne olli talsverðu tjóni þegar hann gekk á land á austurströnd Flórída í morgun. Jeanne er þó ekki á meðal stærstu fellibylja en vindhraðinn var samt 53 metrar á sekúndu sem er fárviðri samkvæmt gömlu íslensku mælingunum. Jeanne er fjórði fellibylurinn sem gengur yfir Flórídabúa á örfáum vikum. 26.9.2004 00:01
Nauðlenti vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél gríska flugfélagsins Olympic Airlines nauðlenti á Stansted-flugvelli í London nú síðdegis eftir að hringt hafði verið í dagblað í Grikklandi og tilkynnt að sprengja væri um borð í vélinni. Tvö hundruð nítíu og þrír farþegar voru um borð ásamt tólf manna áhöfn. 26.9.2004 00:01
Tveir hafa látist á Flórída Að minnsta kosti tveir hafa látist á Flórída í dag en fellibylurinn Jeanne gekk þar á land snemma í morgun. Jeanne er fjórði fellibylurinn sem gengur yfir Flórídabúa á örfáum vikum. 26.9.2004 00:01
Enn neyðarástand á Haítí Á Haítí gætir ennþá áhrifa þess þegar Jeanne reið þar yfir. Þar hafa óeirðir og slagsmál brotist út vegna skorts á matvælum og drykkjarvatni. Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna urðu að skjóta upp í loft til að hrekja frá múg manna sem réðst á flutningabíla fyllta neyðarbirgðum. 26.9.2004 00:01
Kemur ef hann kemur Íbúar Miami á suðurodda Florída kipptu sér vart upp við fellibylinn Jeanne í fyrrinótt og gærmorgun. Hann gekk enda yfir nokkuð norðan við borgina og lét finna fyrir sér í grennd við Fort Pierce og Okeechobee. </font /></b /> 26.9.2004 00:01
Ísraelar teygja sig til Sýrlands Bílasprengja grandaði einum leiðtoga Hamas-samtakanna í Damaskus í Sýrlandi viku eftir að Ísraelar gáfu út viðvörun um að yfirmönnum herskárra múslima yrði þar ekki vært.</ /> 26.9.2004 00:01
Fjórði fellibylurinn á sex vikum Fjórði fellibylurinn á sex vikum gerði Flórídabúum lífið leitt í dag. Fellibylurinn Jeanne lagði í rúst það sem björgunarsveitir voru enn að reyna að bæta eftir yfirreið síðasta byls. 26.9.2004 00:01
Blóðug borgarastyrjöld framundan? Blóðug borgarastyrjöld gæti brotist út í Súdan takist ekki að semja frið í Darfur-héraði innan skamms. Hundruð þúsunda flóttamanna halda enn til í flóttamannabúðum og fleiri eru á leiðinni. 26.9.2004 00:01
Heita herferð gegn Síonistum Hefndum er heitið fyrir drápið á einum leiðtoga Hamas-samtakanna í Sýrlandi í morgun. Hamas heitir herferð gegn Síónistum um allan heim. 26.9.2004 00:01
Fréttahaukur hleypur á sig Dan Rather, fréttamaður hjá CBS, gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um Bandaríkjaforseta þegar hann birti fölsuð minnisblöð um herþjónustu hans. Hætt er við að orðstír þessa farsæla fréttamanns hafi beðið varanlegan hnekki. </font /></b /> 26.9.2004 00:01
Jeanne veldur usla í Flórída Fellibylurinn Jeanne, sem farið hefur um Karabíska hafið undanfarna viku og valdið dauða um 1.500 manns, skall á austurströnd Flórída á miðnætti á laugardag. 26.9.2004 00:01
Darfur verður að fá heimastjórn "Skýrt framsal á völdum verður að eiga sér stað í Darfur," sagði Ruud Lubbers, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, þegar hann hvatti til þess að íbúar Darfur fengju heimastjórn. Súdönsk stjórnvöld hafa hingað til sagst reiðubúin að semja um slíkt en hafa ekki viljað ganga jafn langt og uppreisnarmenn krefjast. 26.9.2004 00:01
Átta féllu í Fallujah Bandaríkjaher hóf enn eina stórsóknina á Fallujah í Írak í nótt. Að minnsta kosti átta eru fallnir. Með árásinni á enn einu sinni að reyna að uppræta öfgamenn í hryðjuverkahópi Abu Musab al-Zarqawi sem staðið hefur fyrir flestum voðaverkum í Írak að undanförnu. 25.9.2004 00:01
Ein milljón manna flýr Flórída Tæplega ein milljón manna á Flórída í Bandaríkjunum hefur neyðst til þess að flýja heimili sín vegna fellibyljarins Jeanne en óttast er að bylurinn kunni að valda miklum usla á svæðinu. Jeanne er sá fjórði sem ríður yfir Flórída á undanförnum vikum. 25.9.2004 00:01
Búið að lífláta Bigley? Breski gíslinn Kenneth Bigley, sem haldið er föngnum af mannræningjum í Írak, hefur verið tekinn af lífi samkvæmt tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu í dag. Breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka tilkynninguna trúanlega, enda hafi vefsíðan áður birt tíðindi af gíslum í Írak sem svo hafi komið í ljós að ekki áttu við rök að styðjast. 25.9.2004 00:01
Se og hör fær dóm í Danmörku Ritstjórar og blaðamenn danska tímaritsins <em>Se og hör</em> voru dæmdir til greiðslu sektar að andvirði tæplega átta hundruð þúsunda íslenskra króna fyrir dönskum dómstólum í gær. Blaðið fjallaði í nóvember 2002 um ástamál Önju Andersens sem er þekktasta handboltakona Danmerkur. 25.9.2004 00:01
Upplausn á Haítí Aðframkomnir íbúar Haítís reyndu í gær að brjótast inn í matvælageymslur hjálparstofnana til að verða sér úti um mat og vatn. Fellibylurinn Jeanne, sem lagði norðurhéruð Haítís í rúst fyrr í vikunni, stefnir nú á Flórída-ríki þar sem hátt í milljón manns hefur flúið heimili sín. 25.9.2004 00:01
Óvíst um afdrif Bigleys Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. 25.9.2004 00:01
Olíuverð hækkar í kjölfar Ívans Verð á olíu í heiminum hækkaði mikið í liðinni viku og hefur aldrei verið hærra. Áhyggjur af minnkandi birgðum í Bandaríkjunum og fellibylurinn Ívan eru talin valda hækkuninni að þessu sinni. Hækkunin nam fjórum bandaríkjadölum og var verðið 48,9 dalir á tunnu þegar markaðir lokuðu á föstudag, litlu hærra en 19. ágúst í sumar þegar það náði síðast hámarki. 25.9.2004 00:01
Matvælum dreift til fólksins Keppst er við að dreifa mati og drykkjarvatni til íbúa Haítí sem búa enn við skort eftir að fellibylurinn Jeanne olli þar miklum flóðum. Verst er ástandið í borginni Gonaives þar sem jafnframt er skortur á lyfjum og læknisaðstoð. 24.9.2004 00:01
Náðarhögg ESB? Hafni margar Evrópusambandsþjóðir nýrri stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum gæti það reynst náðarhögg evrópska verkefnisins að mati Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hafni eitt ríki stjórnarskránni sé hægt að bjarga því, en verði þau mörg sé úti ævintýri. 24.9.2004 00:01
Olíuverð nálgaðist sögulegt hámark Olíuverð nálgaðist sögulegt hámark í gær þegar fatið var komið yfir fjörutíu og níu dollara þegar lokað var á markaði í Bandaríkjunum. Í morgun hefur það lækkað nokkuð á ný í Asíu. Litlar olíubirgðir eru sagðar ástæða þessa og virðist engu hafa breytt að Bandaríkjastjórn ákvað að opna neyðarbirgðir sínar til að auka framboð. 24.9.2004 00:01
Ókeypis laxveiði í Noregi Norsk yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að bjóða almenningi til ókeypis laxveiða í ám í Suður- Hörðalandi og er fólk hvatt til að veiða allt hvað það getur. Það er þó ekki fyrir gjafmildi eða ummhyggju fyrir þegnunum að stjórnvöld gera þetta heldur hefur orðið vart við tugi þúsunda strokulaxa á svæðinu. 24.9.2004 00:01
Grátbað stjórnina um miskunn Utanríkisráðherra Breta segir að breska ríkisstjórnin reyni allt sem í hennar valdi standi til að reyna að tryggja lausn breska gíslsins, Ken Bigley. Breskir ráðamenn hafa þó útilokað með öllu að semja eða ræða beint við öfgahópinn sem heldur honum föngnum. 24.9.2004 00:01
Ófrjó en ól samt barn Belgískri konu, sem varð ófrjó vegna geislameðferðar, hefur nú verið gert kleift að eignast barn með aðferð sem talin er byltingarkennd í læknisfræðinni og gæti valdið straumhvörfum fyrir ungar konur sem fá krabbamein. 24.9.2004 00:01
Ráðist á danska sendiráðið Mótmælendur réðust á danska sendiráðið í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun, brutu þar rúður og skvettu rauðri málningu á veggina til að mótmæla stuðningi dönsku ríkisstjórnarinnar við stríðið í Írak. Thomas Lehmann, sendifulltrúi í sendiráðinu, segir að hópur sem kallar sig Global Intifada hafi staðið fyrir aðgerðunum. Danir hafa sent hersveitir til Íraks. 24.9.2004 00:01
Blóðug borgarastyrjöld möguleg Blóðug borgarastyrjöld gæti brotist út í Súdan, leysist friðarviðræður stjórnvalda og aðskilnaðarsinna upp. Þetta er mat æðsta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Hann óttast að ástandið yrði þá sambærilegt við hörmungarnar í Sómalíu. 24.9.2004 00:01
Pútín neitar ásökunum Vladímír Pútín, forseti Rússlands, neitar því að stjórnarhættir hans séu afturhvarf til sovéskra hátta. Hann segir frelsi og lýðræði lykilinn að bjartri framtíð. Ýmsar hugmyndir, sem Pútín hefur kynnt undanfarnar vikur, hafa vakið undrun á Vesturlöndum og þótt benda til þess að hann safni sífellt meiri völdum til sín. 24.9.2004 00:01
Opið allan sólarhringinn? Þjóðverjar velta því nú fyrir sér hvort þeir kæri sig um að verslanir geti verið opnar allan sólarhringinn. Efri deild þýska þingsins skoðar nú frumvarp til laga sem gefur verslunartímann frjálsan. Það yrði þá í verkahring sambandslandanna að ákveða opnunartíma. 24.9.2004 00:01
Bara hörð leikföng Efni sem gera plast mjúkt hafa verið bönnuð innan Evrópusambandsins. Mjúkt plast er gjarnan notað í barnaleikföng og það er meginástæða bannsins, þar sem óttast er að efnin geti verið hættuleg heilsu barna. Vísindamenn telja að efnin geti meðal annars haft áhrif á æxlunarfæri barnanna þegar þau eru komin á fullorðinsaldur. 24.9.2004 00:01
Ekki vitað um afdrif Bigleys Ekki er vitað hvort Bretinn Kenneth Bigley, sem hefur verið í haldi mannræningja í Írak, er lífs eða liðinn en mannræningjarnir hafa hótað að drepa hann. Öldruð móðir Bigleys bað honum griða í sjónvarpi í gærkvöldi og féll að því loknu saman. 24.9.2004 00:01
Segja sig úr kirkjunni í hrönnum Úrsögnum úr rómversk-kaþólsku kirkjunni í Austurríki hefur fjölgað verulega undanfarna mánuði. Ástæðan er hneykslismál sem hafa umlukið kirkjuna. Snemma í sumar uppgötvaðist mikið magn barnakláms í prestaskóla og einn þekktasti prestur landsins hefur verið sakaður um að beita sóknarbörn á táningsaldri kynferðislegu ofbeldi. 24.9.2004 00:01
Vill heimastjórn í Darfur "Skýrt framsal á völdum verður að eiga sér stað í Darfur," sagði Ruud Lubbers, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, þegar hann hvatti til þess að íbúar Darfur fengju heimastjórn. Súdönsk stjórnvöld hafa hingað til sagst reiðubúin að semja um slíkt en hafa ekki viljað ganga jafn langt og uppreisnarmenn krefjast. 24.9.2004 00:01
Handteknir vegna mengunar Sex stjórnendur og starfsmenn bandarísks námufyrirtækis hafa verið handteknir í Indónesíu vegna rannsóknar á því hvort fyrirtækið hafi hent hættulegum úrgangi í sjó með þeim afleiðingum að íbúar í nágrenninu veiktust. 24.9.2004 00:01
Nauðgað til að tryggja giftingu Fjöldi eþíópískra stúlkna hefur orðið fórnarlamb manna sem ræna þeim og nauðga. Þannig vilja mennirnir tryggja að þeir fái að giftast þeim og þurfi ekki að greiða foreldrum þeirra jafn mikið og ella væri raunin.</font /></b /> 24.9.2004 00:01
Manntjón af völdum Jeanne 175 þúsund manns urðu fyrir barðinu á fellibylnum Jeanne þegar hann gekk yfir Haítí. Ástandið í landinu er vægast sagt skelfilegt, lík hrannast upp og hjálparstarfsmenn neyðast til að urða þau í fjöldagröfum. Það er meginverkefni hjálparstarfsmannanna auk þess sem þeir dreifa matvælum til tugþúsunda sem hafa hvorki vott né þurrt. 23.9.2004 00:01
Breski gíslinn grátbiður Blair Breski gíslinn, sem mannræningjar í Írak hóta að skera á háls, grátbiður Tony Blair um að þyrma lífi sínu á myndbandsupptöku sem birt var á íslamskri netsíðu í nótt. Kenneth Bigley er síðasti gíslinn af þremur í haldi sömu mannræningja, en hinir tveir hafa þegar verið drepnir. Hann endurtók í sífellu að hann vildi ekki deyja í Írak. 23.9.2004 00:01
Olían hækkar enn Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og var komið yfir 48 dollara á fatið áður en lokað var á markaði í gær. Síðan lækkaði verðið rétt niður fyrir 48 dollara. Þetta gerðist þegar orkumálaráðuneytið staðfesti að gengið hefði á eldsneytisbirgðir í kjölfar fjölda fellibylja undanfarnar vikur. 23.9.2004 00:01
Ívan ekki enn hættur Leifarnar af fellibylnum Ívan hafa nú þróast í Hitabeltisstorm, sem kominn er inn í Mexíkóflóa. Viðvaranir hafa verið sendar út þar og í Texas, þar sem búist er við að stormurinn komi snemma á morgun. 23.9.2004 00:01
Mihajlovich fluttur Mihajlo Míhajlovich, maðurinn sem myrti Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var í nótt fluttur í skyndi frá réttargeðdeild á Huddinge-sjúkrahúsinu til annarar réttargeðdeildar. Ástæðan er sú að læknar óttuðust um öryggi hans og töldu líklegt að honum yrði sýnt banatilræði á sjúkrahúsinu. 23.9.2004 00:01