Erlent

Harmleiks minnst

Eistlendingar, Finnar og Svíar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því farþegaferjan Estonia sökk á Eystrasalti með 852 farþega og áhafnarmeðlimi innanborðs. Einungis 138 einstaklingar lifðu slysið af. Harmleiksins verður minnst í dag með minningarathöfnum í Eistlandi, Finnlandi og Svíþjóð. Hafsbotninn þar sem flakið liggur hefur verið friðaður fyrir umferð. Opinber nefnd sem rannsakaði slysið sagði galla á stafnhlera, vonskuveður og mannleg mistök hafa valdið því að ferjan sökk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×