Erlent

Vilja ríkisvæða lestakerfið

Forysta breska Verkamannaflokksins varð fyrir áfalli þegar fulltrúar á þingi flokksins samþykktu ályktun um að ríkisvæða ætti lestakerfið á nýjan leik. 64 prósent greiddu atkvæði með tillögunni en 36 prósent voru andvíg henni. Ályktunin er ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina og hafa ráðherrar lýst því yfir að þeir muni ekki fara eftir henni. Lestakerfið var einkavætt um miðjan síðasta áratug. Fjölda mannskæðra lestarslysa síðan þá hefur grafið undan trausti almennings á lestakerfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×