Erlent

Greftrunarstaðir frá 13. öld

Fornleifafræðingar hafa fundið þrjá greftrunarstaði í Inglefield Land á Norðvestur-Grænlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem greftrunarstaðir finnast svo langt í norðri. Frá þessu var greint í ríkisútvarpi Grænlands. Greftrunarstaðirnir eru frá tímum Thule-menningarinnar á tímabilinu 1200 til 1300. Alls tóku sjö fornleifafræðingar þátt í leiðangrinum. Þrír frá Grænlandi, þrír frá Kanada og einn frá Danmörku. Fornleifafræðingarnir fundu auk þessa vörður, tjaldhringi og vetrarhús sem eru allt að 2000 ára gömul. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×