Erlent

Heita peningaverðlaunum

Rússnesk yfirvöld hafa nú heitið sem nemur tíu milljónum dollara, eða tæplega 730 milljónum króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku tsjetsjenskra uppreisnarleiðtoga. Rússnesk sjónvarpsstöð birti í gær óhuggnanlegar myndir sem hryðjuverkamennirnir í Beslan eru sagðir hafa tekið inni í skólanum þar fyrir helgi. Á myndunum má sjá grímuklædda skæruliða og fjölda gísla, og virðist fólkið tengt vírum sem liggja um allt íþróttahúsið þar sem gíslunum var haldið. Talið er að þeir hafi tengst sprengjum. Á gólfinu sjást rauðar skellur, sem taldar eru blóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×